Boxað í Keflavík á laugardag
– Fyrsta hnefaleikamótið í þrjú ár
Fyrsta hnefaleikamótið í þrjú ár verður haldið í Keflavík á laugardaginn af HFR, Hnefaleikafélagi Reykjaness. Mótið verður mjög stórt og munu fimm Suðurnesjamenn stíga í hringinn.
Á staðnum má sjá þónokkur kunnugleg andlit, en Skúli Steinn Vilbergsson, þekktasti boxari Keflavíkur, tekur þátt í sýningunni.
Keppnin er í aðstöðu HFR í Gömlu sundhöllinni við Framnesveg og húsið opnar klukkan 18:00. Hægt er að nálgast miða í forsölu hjá Lífsstíl eða panta í gegnum [email protected].