Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Bowie á heimleið
Fimmtudagur 29. mars 2007 kl. 11:57

Bowie á heimleið

Bandaríski leikmaðurinn Tamara Bowie er á heimleið frá Grindavík. Þetta er gríðarleg blóðtaka fyrir Grindvíkinga en Bowie hefur verið sterkasti leikmaður liðsins í vetur og talin vera ein besta körfuknattleikskonan sem hefur komið til landsins.

 

Samkvæmt Unndóri Sigurðssyni, þjálfara Grindavíkur, þurfti Bowie frá að hverfa sökum veikinda ættingja en frænka Bowie er það veik að leikmaðurinn gæti þurft að gefa henni annað nýra sitt.

 

,,Það er ótrúlegt að þessi staða skyldi koma upp en ég treysti mínum leikmönnum fyllilega án erlends leikmanns gegn Keflavík,” sagði Unndór en játti því engu að síður að vinna stæði nú yfir við að fá annan leikmann í stað Bowie til liðsins.

 

Hvort sá leikmaður verði kominn til landsins á morgun þegar Keflavík og Grindavík mætast í fjórða leiknum í Röstinni er óvíst.

 

,,Ég hugsa fyrst og fremst um það núna að íslensku stelpurnar okkar klári dæmið en ef við fáum leikmann til okkar þá verður það bara til þess að aðstoða okkur,” sagði Unndór.

 

Bowie var með 30,5 stig að meðaltali í leik í vetur fyrir Grindavík og tók alls 295 fráköst. Til að fylla það skarð þurfa leikmenn Grindavíkur að bæta við sig sunning á morgun.

 

[email protected]

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024