Botnslagur í Laugardalnum - Keflavík mætir Víkingum
Leikið verður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld og verða Suðurnesjaliðin í eldlínunni.
Keflvíkingar fá Víkinga frá Reykjavík í heimsókn á Nettó-völlinn klukkan 19:15. Grindvíkingar fara á Laugardalsvöll og kljást við Framara í sannkölluðum botnbaráttuslag, en liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar. Sá leikur hefst einnig klukkan 19:15.
Mynd: Ólafur Örn og lærisveinar hans þurfa á stigum að halda í kvöld