Botnslagur í Grindavík
Grindvíkingar eiga fyrir höndum sannkallaðan sex stiga leik í Pepsi-deild karla í kvöld .
Grindvíkingar eiga fyrir höndum sannkallaðan sex stiga leik í Pepsi-deild karla í kvöld en þá koma Selfyssingar í heimsókn til Grindavíkur. Liðin eru í tveimur neðstu sætum deildarinnar en Grindvíkingar verma neðsta sætið. Grindvíkingar verða án sterkra leikmanna í leiknum sem er vægast sagt mikilvægur.
Marko Valdimar Stefánsson og Pape Mamadou Faye taka út eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Alexander Magnússon tekur einnig út eins leiks refsingu vegna sjö gulra spjalda.
Keflvíkingar eru einnig í eldlínunni í kvöld en þeir fara til Eyja og leika gegn ÍBV.
Báðir leikirnir hefjast klukkan 18:00.
Staðan: