Botnliðið engin fyrirstaða hjá Njarðvík
Njarðvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum gegn botnliði Skallagríms í Domino's deild karla í körfubolta. Njarðvík vann 83-70 sigur á heimavelli sínum. Mirko Stefán Virijevic átti stórleik hjá Njarðvík, hann skoraði 23 stig og tók 17 fráköst. Hinn ungi Ragnar Helgi Friðriksson skoraði svo 17 stig, sem er hans besta framlag í meistaraflokki.
Njarðvík-Skallagrímur 83-70 (15-15, 22-19, 26-15, 20-21)
Njarðvík: Mirko Stefán Virijevic 23/17 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 17/5 stoðsendingar, Hjörtur Hrafn Einarsson 12/6 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 10, Dustin Salisbery 10/7 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 6, Ólafur Aron Ingvason 5, Rúnar Ingi Erlingsson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0, Oddur Birnir Pétursson 0, Magnús Már Traustason 0, Ágúst Orrason 0.