Botninn heimsækir toppinn
Botnlið Grindavíkur heldur til Hafnarfjarðar í kvöld og leikur þar gegn toppliði FH í Landsbankadeild karla í knattspyrnu. Heilum 27 stigum munar á liðunum en leikurinn hefst í Kaplakrika í kvöld kl. 19:15.
FH-ingar eru sem fyrr taplausir í deildinni en þeir duttu út í undanúrslitum bikarkeppninnar á dögunum eftir vítaspyrnukeppni gegn Fram. Grindvíkingar hafa valdið nokkrum vonbrigðum í sumar og róa þeir nú lífróður fyrir tilverurétti sínum í deildinni.
VF-mynd/ frá fyrri viðureign liðanna í sumar, henni lauk með 1-5 sigri FH.