Bonneau skoraði 13 stig í endurkomunni
Njarðvíkingar tefldu fram leikstjórnandanum magnaða Stefan Bonneau í fyrsta skipti á tímabilinu í gær. Reyndar var um að ræða leik í 2. deild með b-liði Njarðvíkinga þar sem gamlar kempur úr boltanum leika listir sínar. Bonneau komst vel frá sínu en hann er að jafna sig af slæmum meiðslum sem hann varð fyrir síðasta sumar. Kappinn skoraði 13 stig á 12 mínútum og setti niður 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum.