Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bonneau látinn fara
VF mynd: Hildur
Miðvikudagur 30. nóvember 2016 kl. 16:55

Bonneau látinn fara

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hefur ákveðið að framlengja ekki samningi við Stefan Bonneau sem leikið hefur með liðinu undanfarin tvö ár með hléum vegna meiðsla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en þar segir að ástæðan sé einfaldlega sú að liðið þarf hærri og sterkari leikmann til að fylla í stöðu miðherja.

„Stefan kom sem stormsveipur inn í klúbbinn okkar og í raun inn í íslenskan körfuknattleik. Drengurinn hefur staðið sig gríðarlega vel í öllu sem hann hefur gert fyrir klúbbinn. Síðustu tvö leiktímabil hafa verið Bonneau erfið sökum alvarlegra meiðsla og hefur hann þurft á tveimur aðgerðum að halda hérlendis vegna þessa og verið í stöðugri þjónustu sjúkraþjálfara. Ungmennafélag Njarðvíkur hefur staðið þétt við bak leikmannsins í gegnum súrt og sætt en nú skilja leiðir,“ segir í tilkynningunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bonneau er með 18,3 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar að meðaltali í leik það sem af er tímabils en hann hefur þurft að deila spilatíma með öðrum erlendum leikmönnum þar sem reglur KKÍ kveða á um að aðeins megi einn erlendur leikmaður vera inni á vellinum hverju sinni.