Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Boltinn um helgina
Föstudagur 10. ágúst 2012 kl. 09:06

Boltinn um helgina

Keflavík - ÍA á sunnudag

Fyrir áhugafólk um knattspyrnu þá er nóg um að vera þessa helgina í boltanum. Í kvöld verður leikið í 2. deild karla en Reynismenn taka þá á móti Hamarsmönnum klukkan 19:00 í Sandgerði. Njarðvíkingar fara í Vesturbæinn í kvöld og takast á við topplið KV.

Í 1. deild kvenna fá Grindavíkurstúlkur Tindastól í heimsókn en sá leikur hefst klukkan 19:00.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á morgun laugardag verður svo leikið í 3. deild karla en þá fá Víðismenn Snæfellinga í heimsókn klukkan 14:00.

Á sunnudag fer fram umferð í Pepsi-deild karla en þá fer fram stórleikur á Nettóvellinum í Keflavík. Skagamenn koma í heimsókn og verður sennilega hart barist eins og jafnan í viðureignum þessara liða. Grindvíkingar sem þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda fara í Garðabæ og takast á við Stjörnuna.

Báðir leikirnir hefjast klukkan 19:15.