Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Boltinn rúllar aftur af stað hjá úrvalsdeildarliðunum í kvöld
Mánudagur 20. júní 2011 kl. 15:32

Boltinn rúllar aftur af stað hjá úrvalsdeildarliðunum í kvöld

„Það er nóg komið af leikjahvíld og það er tilhlökkun í mannskapnum um að komast í gang,“ segir Willum Þór Þórsson þjálfari Keflvíkinga fyrir bikarleikinn gegn Haukum í kvöld.

Úrvalsdeildarliðin Keflavík og Grindavík eru mætt aftur til leiks í knattspyrnu karla eftir tæplega þriggja vikna frí en leikið verður í Valitor-bikarnum í kvöld og á morgun.

Keflvíkingar mæta Haukum sem eru um miðja 1. deild að Ásvöllum í kvöld klukkan 19:15 og Willum reiknar með erfiðum leik. „Við erum meðvitaðir um styrk Hauka og þeir eru ekkert lakari en mörg úrvalsdeildarlið,“ sagði Willum.

Grindvíkingar taka á móti botnliði 1. deildar HK á morgun klukkan 19:15.

Grindvíkingar eiga næst leik í Pepsi-deildinni sunnudaginn 26. júní þegar topplið KR kemur í heimsókn. Keflvíkingar heimsækja Íslandsmeistara Breiðabliks á mánudeginum 27. júní en báðir þessir leikir hefjast klukkan 19:15.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024