Boltinn rúllar að nýju í kvöld
Suðurnesjaliðin í Pepsi-deildinni í knattspyrnu munu leika leiki sína í 7. umferð deildarinnar í kvöld. Grindvíkingar fá topplið FH í heimsókn til Grindavíkur og Keflvíkingar fara í Frostaskjólið þar sem KR-ingar taka á móti þeim. Keflavík og KR hafa bæði 11 stig í deildinni. KR er í 4. sæti og Keflavík í því fimmta.
Grindvíkingar eru í 10. sæti deildarinnar með 4 stig eftir 6 leiki en FH vermir toppinn sem stendur með 15 stig. Sandgerðingurinn Magnús Þórisson mun dæma leikinn í Grindavík í kvöld en Jóhannes Valgeirsson dæmir leik KR og Keflavíkur. Leikirnir hefjast báðir kl. 19:15.
Myndir: Liðin sem koma við sögu í leikjum Suðurnesjaliðanna í kvöld. Grindavík tekur á móti FH og Keflavík heimsækir KR.