Boltinn: Nágrannaslagur í kvöld
Keflavík og Grindavík mætast í dag í Pepsi-deild karla og fer leikurinn fram á Sparisjóðsvellinum í Keflavík. Hann hefst kl. 17:30.
Keflavík og Grindavík hafa mæst 25 sinnum efstu deild, fyrst árið 1995. Það er nokkuð jafnt á komið með liðunum í innbyrðis leikjum þeirra; Keflavík hefur unnið 10 leiki, Grindavík 9 en sex sinnum hefur orðið jafntefli.Liðin léku fyrr í sumar á Grindavíkurvelli í 9. umferð Pepsi-deildarinnar. Þar varð 1-1 jafntefli þar sem Magnús Þorsteinsson skoraði fyrir Keflavík en Jósef Kristinn Jósefsson jafnaði fyrir heimamenn. Það má því búast við tvísýnni viðureign í kvöld.