Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Boltinn í kvöld
Þriðjudagur 8. júní 2004 kl. 17:56

Boltinn í kvöld

Í kvöld fara fram fjölmargir knattspyrnuleikir.

Njarðvíkingar mæta HK á heimavelli sínum, en þar mætast liðin sem eru í öðru og þriðja sæti 1. deildar. Næsta víst er að þar verður ekkert gefið eftir og bæði lið mæta tilbúin í baráttuleik.

Reynir og Víðir leika bæði á útivöllum en Reynir sækir Ægi heim í 3. deild og Víðir leikur á Selfossi gegn heimamönnum í 2. deildinni.

Þá mætir kvennalið Keflavíkur U.M.F. Bessastaða á útivelli og freistar þess að leika eftir afrek síðustu umferðar þar sem þær gjörsigruðu Hauka 10-0.

Allir leikirnir hefjast kl. 20.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024