Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Böðvar nýr formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur
Sigurður Garðarson og Böðvar Jónsson, fyrrverandi og núverandi formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur.
Miðvikudagur 22. febrúar 2023 kl. 11:48

Böðvar nýr formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur

Böðvar Jónsson er nýr formaður Knattspyrnudeildar Keflavíkur en hann tekur við keflinu af Sigurði Garðarssyni sem lætur af formennsku eftir fimm ár. Böðvar er þekktur úr bæjarpólitíkinni í Reykjanesbæ en hann var bæjarfulltrúi í aldarfjórðung.

Aðalfundur knattspyrnudeildar Keflavíkur fór fram þann 31. janúar. Úr stjórn Knattspyrnudeildar gengu þeir Gunnar Oddsson og Ingvar Georgsson. Í nýrri stjórn Keflavíkur sitja með Böðvari þau Jóhann Sigurbergsson, Guðlaugur Gunnólfsson, Inga Lára Jónsdóttir og Petra Einarsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Meðal mála sem hafa verið rædd í knattspyrnunni í Reykjanesbæ er sameining Keflavíkur og Njarðvíkur og sameiginlegur keppnisvöllur. Gárungarnir hafa verið að gera grín að því að nú er Njarðvíkingur formaður Keflavíkur en formaður Knattspyrnudeildar Njarðvíkur (UMFN) er Keflvíkingurinn Brynjar Freyr Garðarsson.

Víkurfréttir ræddu við Sigurð Garðarsson í nóvember 2022.