Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Blue Lagoon Open – glæsilegt kvennamót í Grindavík
Föstudagur 21. september 2012 kl. 22:00

Blue Lagoon Open – glæsilegt kvennamót í Grindavík

Blue Lagoon open, eitt glæsilegasta kvennamót ársins, verður haldið á Húsatóftavelli í Grindvík laugardaginn 22. september.

Bláa lónið er styrktaraðili allra golfklúbbanna á Suðurnesjum og leggur til glæsilega vinninga til mótsins. Á meðal vinninga eru Blue Lagoon snyrtivörur, dekur og matur. Nú þegar eru hátt í 70 konur skráðar í mótið.

Halldór Einir Smárason, varaformaður Golfklúbbs Grindavíkur, sagði að gott samstarf við öfluga styrktaraðila eins og Bláa lónið væri ómetanlegt fyrir starfsemi golfklúbbanna á svæðinu.  „Samstarfið gerir okkur m.a. kleift að halda góð mót sem styðja við starfsemi klúbbsins,“ segir Halldór.

Bláa lónið er styrktaraðili allra golfklúbbanna á Suðurnesjum
Magnea Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Bláa lónsins, segir að samstarfið við klúbbana hér á Suðurnesjum hafi verið afar ánægjulegt. „Okkar framlag felst m.a. í því að leggja til vinninga fyrir hin ýmsu mót sem klúbbarnir halda. Öflugt starf golfklúbbanna er mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni og þá er barna- og unglingastarfið ómetanlegt.“
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024