Blómstra í samstarfi um yngri flokka
4. flokkur GRV í kvennaflokki er nú að keppa til úrslita í 7 manna bolta á Ólafsfirði. Fimm lið munu leika um titilinn og ráðast úrslitin á morgun.
Í viðtali við Víkurfréttir sagði Elvar Grétarsson, þjálfari, að samstarf Grindavíkur, Reynis og Víðis í stúlknaflokkum og REynis og Víðis í drengjaflokkum hefði gengið eins og í sögu í sumar. Auk 4.fl kvenna eru 4.fl karla kominn í úrslit eftir að hafa sigrað í sínum riðli og eru taplausir auk þess sem 2. fl. kvenna er kominn í úrslit í Íslandsmótinu. Þá eru hnátur að keppa um helgins og fer mótið fram í Grindavík. Mótið hófst í dag og heldur áfram á morgun.
„Velgengnin hefur í raun farið fram úr björtustu vonum,“ sagði Elvar og bætti því við að hann sæi persónulega ekki ástæðu til annars en að halda samstarfinu áfram á næsta ári.
VF-Myndir/Þorgils: Úr leik GRV og ÍA á hnátumótinu í dag