Blóðtaka fyrir Grindvíkinga
Sigrún Sjöfn segir skilið við liðið
Landsliðskonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir hefur ákveðið að yfirgefa Grindvíkinga og spila með Skallagrími í úrvalsdeild kvenna í körfubolta á næstu leiktíð. Sigrún lék aðeins í eitt tímabil með Grindvíkingum þar sem hún var lykilmaður. Í fyrra skoraði hún tæp 12 stig, tók 8,7 fráköst og gaf 3 stoðsendingar í leik.