Bloch kom og fór
Þýski leikmaðurinn Andreas Bloch sem átti að fá leikheimild með körfuknattleiksliði Grindavíkur þann 10. desember n.k. er farinn heim.
Bloch þessi kom til landsins mánudaginn 14. nóvember og hélt til síns heima þann 19. nóvember af persónulegum ástæðum. Hann mun ekki leika með Grindvíkingum í vetur.
„Við erum að skoða okkur um á leikmannamarkaðnum um þessar mundir og ef við finnum okkur ekki leikmann næstu vikuna til að fylla skarð Blochs þá tel ég ólíklegt að við bætum við leikmannahóp okkar á þessari leiktíð,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, í samtali við Víkurfréttir í dag.
„Það verður að vanda valið og við viljum fá mann sem getur hjálpað okkur í toppbaráttunni en ef álitlegur leikmaður finnst ekki þá þjöppum við okkur bara vel saman,“ sagði Friðrik að lokum en félagsskipti fyrir erlendan leikmann verða að fara fram fyrir 5. janúar 2006.
Bloch þessi kom til landsins mánudaginn 14. nóvember og hélt til síns heima þann 19. nóvember af persónulegum ástæðum. Hann mun ekki leika með Grindvíkingum í vetur.
„Við erum að skoða okkur um á leikmannamarkaðnum um þessar mundir og ef við finnum okkur ekki leikmann næstu vikuna til að fylla skarð Blochs þá tel ég ólíklegt að við bætum við leikmannahóp okkar á þessari leiktíð,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga, í samtali við Víkurfréttir í dag.
„Það verður að vanda valið og við viljum fá mann sem getur hjálpað okkur í toppbaráttunni en ef álitlegur leikmaður finnst ekki þá þjöppum við okkur bara vel saman,“ sagði Friðrik að lokum en félagsskipti fyrir erlendan leikmann verða að fara fram fyrir 5. janúar 2006.