Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Blikar tóku þrjú stig í Grindavík
Miðvikudagur 25. júlí 2018 kl. 09:33

Blikar tóku þrjú stig í Grindavík

Grindavík mætti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöldi og endaði leikurinn með 2-0 sigri gestanna.

Blikar voru grimmari aðilinn í leiknum en fyrsta leik gestanna kom á 28. mínútu þegar Agla María Albertsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Seinni hálfleikur var rólegur og Grindavík gerði sína fyrstu skiptingu á 77. mínútu þegar Telma Lind Bjarkardóttir kom inn á fyrir Elenu Brynjarsdóttur, þá kom Elísabet Ósk Gunnþórsdóttir inn á fyrir Lindu Eshun á 81. mínútu.

Grindavík gat jafnað leikinn á 84. mínútu þegar Dröfn Einarsdóttir komst í dauðafæri sem hún náði ekki að nýta. Breiðablik gerði síðan út um leikinn á 89. mínútu með marki frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Breiðablik komst með sigrinum aftur á topp deildarinnar en Grindavík situr í því áttunda.

Ray Anthony Jónsson, þjálfari Grindavíkur sagði í viðtali við fótbolta.net að leik loknum að vörn Breiðabliks hafi verið svakalega góð en að hann hefði viljað fá jafntefli í þessum leik. Grindavík er að missa nokkra leikmenn nú í ágúst vegna skólagöngu í Bandaríkjunum og  sagði Ray að líklega yrðu þau skörð fyllt með nýjum leikmönnum.