Blikar lagðir í Sláturhúsinu
Á toppnum ásamt Stólunum
Keflvíkingar sitja á toppi Domino’s deildarinnar ásamt Tindastólsmönnum með 10 stig eftir sex umferðir. Keflvíkingar báru sigurorð af Breiðablik á heimavelli sínum í kvöld 88-80, þar sem sterkur þriðji leikhluti gerði útslagið hjá heimamönnum. Michael Craion var illviðráðanlegur í leiknum, skoraði 26 stig, tók 10 fráköst og stal 5 boltum. Hörður Axel skoraði 22 stig og Javier Seco 15.
Keflavík-Breiðablik 88-80
Keflavík: Michael Craion 26/10 fráköst/5 stolnir, Hörður Axel Vilhjálmsson 22/6 fráköst/7 stoðsendingar, Javier Seco 15/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 10, Gunnar Ólafsson 7/4 fráköst, Reggie Dupree 4/4 fráköst, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 2, Magnús Már Traustason 2, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Elvar Snær Guðjónsson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.
Breiðablik: Christian Covile 25/9 fráköst, Erlendur Ágúst Stefánsson 17, Snorri Vignisson 15/11 fráköst, Hilmar Pétursson 8/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 7/4 fráköst, Jure Gunjina 4/8 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 3, Sveinbjörn Jóhannesson 1, Bjarni Geir Gunnarsson 0, Ragnar Jósef Ragnarsson 0, Þorgeir Freyr Gíslason 0, Arnór Hermannsson 0/4 fráköst/6 stoðsendingar.