Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Íþróttir

Blikar jöfnuðu á lokamínútunni
Sigurbergur Elísson skoraði glæsilegt mark úr aukaspyrnu. VF-myndir/PállOrriPálsson.
Sunnudagur 17. maí 2015 kl. 22:55

Blikar jöfnuðu á lokamínútunni

Breiðablik skoraði úr aukaspyrnu og jafnaði leikinn, 1-1 á Nettó-vellinum.

Keflvíkingar voru eina mínútu frá sínum fyrsta sigri í Pepsi-deildinni í knattspyrnu á Nettó-vellinum í Keflavík í kvöld en Breiðablik jafnaði leikinn úr aukaspyrnu á síðustu mínútu í uppbótartíma. Lokatölur 1-1 og fyrstu stig Keflvíkinga á árinu staðreynd.

Eftir jafnan fyrri hálfleik skoraði Sigurbergur Elísson fyrsta mark leiksins beint úr aukaspyrnu á 49. mínútu, glæsileg spyrna endaði í bláhorninu, óverjandi fyrir Gunnlaug Blikamarkvörð.
Breiðablik skoraði tvö mörk sem dæmd voru af og þótti mörgum það vafasamir dómar. Guðjón Pétur Lýðsson skoraði beint úr aukaspyrnu á síðustu andartökum leiksins og jöfnuðu 1-1. Arneds markvörður Keflvíkinga var illa staðsettur og átti ekki möguleika að verja.
Heimamenn eru því með eitt stig eftir 3 leiki en þeir sýndu ágæta spretti í þessum leik og Kristján þjálfari var sáttur með leikinn en ekki úrslitin.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl

Blaut tuska í andlit heimamanna. Guðjón skorar fyrir Blika á lokamínútunni.


  

Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25