Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Blandað lið fullorðinna komið í úrslit
Föstudagur 14. október 2016 kl. 15:43

Blandað lið fullorðinna komið í úrslit

Blandað lið Íslands í fullorðins flokki í hópfimleikum átti gott mót í gær á Evrópumeistaramótinu í Slóveníu. Liðið hélt áfram á sömu braut og yngri landsliðin og tryggði sig örugglega í úrslit með því að enda í 5. sæti. Greint er frá þessu á vef Fimleikasambands Íslands. Ein Suðurnesjakona er í liðinu en það er hin 18 ára Kolbrún Júlía Guðfinnsdóttir úr Keflavík.

Fyrsta áhaldið, trampólín, gekk stórslysalaust fyrir sig. Smá hnökrar í 2. umferðinni og föll í lendingum en einkunn upp á 16.900 var ágætt veganesti inn í daginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Æfingar á gólfi og dýnu voru einnig samkvæmt áætlun, þ.e. nógu gott til að tryggja sig í úrslitin en greinilega rúm fyrir bætingu á öllum vígstöðvum. 

Ísland hlaut samtals 53.416 stig en af þeim voru 20.566 fyrir dansinn, 15.950 fyrir dýnustökk og 16.900 fyrir trampólínstökk eins og fyrr segir. Úrslitin fara fram á laugardag.