Blakið komið á fullt í Keflavík
Nýstofnuð blakdeild Keflavíkur hefur hafið skipulagðar æfingar í sal Heiðarskóla en æft er fjórum sinnum í viku. Æfingar eru fyrir unglinga (14 ára og eldri) jafnt sem fullorðna. Byrjendur jafnt sem vana blakmenn.
Öllum er velkomið að koma og prufa að æfa en þeir sem hafa áhuga er bent á Nórakerfi Keflavíkur sem sjá má leiðbeiningar um í meðfylgjandi skjali.