Bláa Lóns þríþrautin á sunnudag
Grindavíkurbær, Þríþrautarfélag Reykjavíkur og Bláa Lónið standa fyrir þríþrautarkeppni á sunnudaginn í tilefni sjómannadagsins. Keppnin byrjar á 800 m sundi í Sundlaug Grindavíkur, við tekur 20 km hjólaleið umhverfis Grindavík og loks hlaupið frá Sundlauginni í Bláa Lónið. Keppnin hefst klukkan 10. Bæði eru í boði einstaklings- og liðakeppni. Frekari upplýsingar og skráning eru á Triceland.net og Bluelagoon.is
Hin árlega fjallahjólaþraut Bláa Lónsins og Reiðhjólafélags Reykjavíkur verður haldin 10. júní. Lagt verður af stað frá Hafnarfirði og hjólað í Bláa Lónið. Í boði eru tvær leiðir, annars vegar 40 km og hinsvegar 60 km. Frekari upplýsingar og skráning eru á hfr.is og bluelagoon.is.
Hin árlega fjallahjólaþraut Bláa Lónsins og Reiðhjólafélags Reykjavíkur verður haldin 10. júní. Lagt verður af stað frá Hafnarfirði og hjólað í Bláa Lónið. Í boði eru tvær leiðir, annars vegar 40 km og hinsvegar 60 km. Frekari upplýsingar og skráning eru á hfr.is og bluelagoon.is.