Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 16. maí 2003 kl. 15:30

Bláa lóns hlaupið

Bláa Lóns hlaupið verður haldið laugardaginn 24. maí. Boðið verður upp á 6 og 12 km hlaup ásamt 3,5 km skemmtiskokki. Þetta er í annað sinn sem Bláa Lóns hlaupið fer fram en hlaupið, sem er samvinnuverkefni Bláa Lónsins og Grindavíkurbæjar, mun einnig leysa af hólmi hið árlega víðavangshlaup Grindavíkurbæjar.Skráning fer fram á vef Grindavíkur, www.grindavik.is. Einnig verður hægt að skrá sig samdægurs og hefst sú skráning kl. 10.00 á baðstaðnum við Bláa Lónið. Að skráningu lokinni verður þátttakendum í skemmtiskokki og 6 km hlaupi ekið með Þingvallaleið áleiðis til Grindavíkur þar sem hlaupið hefst kl. 11.00. Hlaupið endar við Bláa lónið þar sem öllum þátttakendum verður boðið í lónið. Allir sem ljúka hlaupinu fá þátttökupening og þátttakendur í 6 og 12 km hlaupi fá einnig boli. Vífilfell mun bjóða upp á Powerade drykkinn.

Keppt verður í 6 km vegalengdum í karla- og kvennaflokki aldursskipt: 14 ára og yngri, 15-39 ára, 40-49 ára og 50 ára og eldri.
Keppt verður í 12 km vegalengdum í karla- og kvennaflokki aldursskipt: 18 ára og yngri, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára og 60 ára og eldri í karlaflokki. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta til þriðja sæti í hverjum aldursflokki. Aðalverðlaun hlaupsins eru útdráttarverðlaun sem eru ferð fyrir tvo að eigin vali til einhvers af áfangastöðum Icelandair í Evrópu ásamt öðrum útdráttarverðlaunum sem eru í boði fyrirtækja í Grindavík. Allir þátttakendur hlaupsins hafa þannig tækifæri á að vinna sér inn verðlaun.

Þátttökugjald er kr. 1000,- fyrir fullorðna, kr. 500,- fyrir 11-15 ára og frítt fyrir 10 ára og yngri í fylgd með fullorðnum. Sendu fyrirspurn eða fáðu upplýsingar í síma 863 7123.

Af heimasíðu bláa lónsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024