Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bláa Lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum
Þriðjudagur 22. mars 2011 kl. 14:28

Bláa Lónið styrkir íþróttafélögin á Suðurnesjum

Bláa Lónið hefur veitt öllum íþróttafélögunum á Suðurnesjum styrki. Fulltrúar félaganna veittu styrkjunum móttöku fimmtudaginn 17. mars í Bláa Lóninu.
Eftirfarandi greinar hlutu styrki: knattspyrna, körfuknattleikur, sund, fimleikar, badminton, júdó, skotfimi, lyftingar, taekwondo, hnefaleikar, þríþraut, akstursíþróttir, vélhjólaíþróttir, hestamennska og handbolti auk NES íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum. Heildarvirði styrkjanna nú er rúmlega 5 milljónir króna en þeir eru í formi aðgangskorta í Bláa Lónið.


Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, sagði við þetta tækifæri að það væri bæði ánægjulegt og mikilvægt fyrir Bláa Lónið að koma með öflugum hætti að íþrótta- og æskulýðsstarfi á Suðurnesjum. „Við hjá Bláa Lóninu gerum okkur vel grein fyrir því mikilvæga og óeigingjarna starfi sem er unnið innan íþróttahreyfingarinnar. Alls veitum við um 30 styrki í dag og er það táknrænt fyrir fjölbreytt og öflugt íþróttastarf hér á Suðurnesjum,“ sagði Grímur við þetta tækifæri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024