Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bláa Lónið og Ólafía Þórunn í samstarf
Grímur og Ólafía Þórunn í vetrarumhverfi Bláa Lónsins. VF-mynd/eyþór.
Mánudagur 27. febrúar 2017 kl. 11:29

Bláa Lónið og Ólafía Þórunn í samstarf

Bláa Lónið og atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafa gert með sér samstarfssamning. Ólafía Þórunn og Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, undirrituð samninginn þann 23. febrúar sl.

Samningurinn er gerður til tveggja ára og er tilgangur hans að veita Ólafíu Þórunni stuðning við keppni og æfingar til að auðvelda henni að ná markmiðum sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ólafía Þórunn sagði það vera jákvætt skref að gera samning við Bláa Lónið. „Blue Lagoon er þekkt vörumerki  um allan heim og  stendur fyrir heilsu og vellíðan. Það fer því vel við áherslur mínar og golfíþróttarinnar.

„Árangur Ólafíu Þórunnar hefur vakið verðskuldaða athygli. Þá er hún frábær fyrirmynd fyrir ungt fólk og reyndar okkur öll. Hluti samstarfsins felst í því að Ólafía mun flytja fyrirlestra fyrir starfsfólk Bláa Lónsins. Við hjá Bláa Lóninu erum mjög stolt af því að eiga samstarf við þennan frábæra kylfing,“ sagði Grímur.