Bláa Lónið Gullsamstarfsaðili Smáþjóðaleika 2015
– Blossi skellti sér ofan í Bláa Lónið og líkaði vel.
ÍSÍ skrifaði í gær undir samstarfssamning við Bláa Lónið, einn af Gullsamstarfsaðilum Smáþjóðaleikanna 2015. Lárus Blöndal forseti ÍSÍ og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ skrifuðu undir samninginn ásamt Grími Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins.
Lukkudýr Smáþjóðaleikanna 2015, Blossi, var með í för og skellti sér ofan í Bláa Lónið. Hann vakti mikla lukku á meðal gesta Bláa Lónsins.
Ljóst er að ekki væri mögulegt að halda Smáþjóðaleika hér á landi án stuðnings samstarfsaðila. ÍSÍ þakkar Bláa Lóninu, Gullsamstarfsaðila Smáþjóðaleika 2015, fyrir stuðninginn, segir í tilkynningu.