Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

  • Bjóst ekki við því að fá sénsinn
    Tómas fékk að byrja í fyrsta sinn gegn Grindvíkingum á heimavelli í Keflavík.
  • Bjóst ekki við því að fá sénsinn
Miðvikudagur 22. júní 2016 kl. 09:01

Bjóst ekki við því að fá sénsinn

Hinn 17 ára Tómas Óskarsson er að festa sig í sessi hjá Keflvíkingum

Fótboltaáhugafólk á Suðurnesjum hefur kannski velt því fyrir sér hver hann sé þessi hárprúði piltur sem hleypur upp og niður vænginn hjá Keflvíkingum í 1. deildinni. Þarna er á ferðinni Tómas Óskarsson, 17 ára leikmaður sem nýlega hefur látið að sér kveða í fótboltanum. Hann var lítið sem ekkert inni í myndinni hjá Keflvíkingum í fyrra en hefur núna verið einn af fáum ungum leikmönnum sem hafa fengið tækifæri í byrjunarliði Keflvíkinga.

Tómas hefur alla tíð verið vængmaður eða leikið fyrir aftan framherja í holunni svokölluðu. Hann er hraður leikmaður og skapar þannig oft hættu þegar hann kemst á ferðina. Tómas á ekki langt að sækja hæfileikana en afi hans, Einar Gunnarsson, var einn af máttarstólpum og fyrirliði hins sigursæla Keflavíkurliðs á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Fékk að byrja í grannaslagnum á heimavelli

Tómas var dulegur að æfa í vetur og segir það vera að skila sér núna. Hann var þó ekki að búast við því að fá mikinn spilatíma í sumar. „Nei ég bjóst nú ekki við því að fá sénsinn,“ segir hann í spjalli við Víkurfréttir. Tómas viðurkennir að hafa verið stressaður þegar hann fékk þau tíðindi að hann myndi byrja inn á í sínum fyrsta leik, en það var grannaslagur gegn Grindavík á heimavelli. „Ég var dálítið hissa og bjóst ekki við þessu. Maður reyndi bara að pæla sem minnst í því og spila sinn leik.“ Tómas hefur núna komið við sögu í öllum leikjum Keflvíkinga í sumar og er nokkuð sáttur við gengi liðsins og það tækifæri sem hann hefur fengið. Tómas kann vel að meta þá reynslu sem hann er að öðlast og nýtir alla þá reynslu sem er í kringum hann í öflugu Keflavíkurliði. „Það er mjög gott að spila með þessum strákum. Þeir leiðbeina manni vel,“ segir þessi efnilegi leikmaður að endingu.