Byko - 31 ágúst
Byko - 31 ágúst

Íþróttir

Mánudagur 17. september 2001 kl. 11:09

Björt framtíð Víðis

Víðir endaði í 7. sæti 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu með 19 stig. Síðasti leikur liðsins sem var við Skallagrím endaði 2-3 sigri Skallagríms. Guðmundur Einarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víðir á 16. mínútu en Helgi Pétur Magnússon jafnaði metin á 30 mínútu.
Fljótlega eftir leikshlé skoruðu Skallagrímsmenn tvö mörk. Atli Vilberg Vilhelmsson náði síðan á minnka muninn á lokamínútum leiksins.
Björn Vilhelmsson þjálfari Víðis segir gengi liðsins í sumar hafa verið viðunandi. „Við vorum með alveg nýtt lið. Það eru margir ungir strákar í liðinu sem voru að stíga sína fyrstu spor. Það má segja að það hafi verið þrír sem voru í liðinu í fyrra og því var þetta mikil endurnýjun. En oft á tíðum áttum við betra skilið“, segir Björn og bætir við að ef rétt er farið að málum er framtíðin björt hjá liðinu.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25