Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 17. september 2001 kl. 11:09

Björt framtíð Víðis

Víðir endaði í 7. sæti 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu með 19 stig. Síðasti leikur liðsins sem var við Skallagrím endaði 2-3 sigri Skallagríms. Guðmundur Einarsson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Víðir á 16. mínútu en Helgi Pétur Magnússon jafnaði metin á 30 mínútu.
Fljótlega eftir leikshlé skoruðu Skallagrímsmenn tvö mörk. Atli Vilberg Vilhelmsson náði síðan á minnka muninn á lokamínútum leiksins.
Björn Vilhelmsson þjálfari Víðis segir gengi liðsins í sumar hafa verið viðunandi. „Við vorum með alveg nýtt lið. Það eru margir ungir strákar í liðinu sem voru að stíga sína fyrstu spor. Það má segja að það hafi verið þrír sem voru í liðinu í fyrra og því var þetta mikil endurnýjun. En oft á tíðum áttum við betra skilið“, segir Björn og bætir við að ef rétt er farið að málum er framtíðin björt hjá liðinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024