Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Björn Steinar tekur við af Guðmundi
Þriðjudagur 15. desember 2015 kl. 09:41

Björn Steinar tekur við af Guðmundi

Björn Steinar Brynjólfsson mun taka sæti Guðmundar Bragasonar, sem aðstoðarþjálfari karlaliðs Grindvíkinga í körfubolta. Björn Steinar þekkir alla innviði hjá félaginu en hann er uppalinn Grindvíkingur og hefur unnið alla titla með liðinu. Frá þessu var greint á Facebook síðu Grindvíkinga í gær.

Tilkynning frá KKD Grindavík:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Eins og þið hafið kannski tekið eftir er komið nýtt, þekkt andlit á bekkinn hjá karlaliðinu en það er okkar eini sanni Björn Steinar. Eftir að Gummi Braga þurfti að gefa þetta frá sér var það í höndum Jóhanns að velja mann sér til aðstoðar. Jóhann leitaði til Björns Steinars sem þáði boðið og er eins og áður segir tekinn til starfa. Það vita það allir að Björn Steinar hefur spilað lengi með okkur auk þess að hafa þjálfað yngri flokka hjá félaginu og því er frábært að fá hann á fullu gasi inni klúbbinn aftur. Hann þekkir vel til okkar og strákanna í liðinu og væntum við mikils af samstarfi þeirra félaga. Verkið fyrir framan þá er stórt því metnaðurinn er mikill og enginn afsláttur gefinn þar. Við bjóðum Björn Steinar innilega velkominn starfa.“