Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Björn Lúkas vann silfur á Reykjavíkurleikum
Þriðjudagur 21. janúar 2014 kl. 10:00

Björn Lúkas vann silfur á Reykjavíkurleikum

Björn Lúkas Haraldsson sigraði reynslumikla keppendur á móti um helgina.

Þjálfarar taekwondódeildar UMFG röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin í -80 kg svartbeltisflokki fullorðinna á Reykjavík International games um helgina. Björn Lúkas Haraldsson sýndi frábæra frammistöðu þar sem hann sigraði reynslumikla keppendur.  

Fyrsti bardagi Björns var sérstaklega spennandi þar sem andstæðingur hans var með yfir 20 ára keppnisreynslu. Staðan var jöfn eftir þrjár lotur. Bardaginn fór í gullstig sem þýðir að sá sem er fyrr til að skora stig vinnur bardagann. Björn Lúkas gerði sér lítið fyrir skorað stig með snúningskróksparki í höfuð sem gefur 4 stig og vann því gullstigslotuna og bardagann örugglega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björn Lúkas mætti Kristmundi Gíslasyni í úrslitabardaganum og eftir frábæran bardaga stóð Kristmundur uppi sem sigurvegari flokksins og var einnig valinn keppandi mótsins. Kristmundur og Lúkas eru nýbyrjaðir að keppa í fullorðinsflokki, þ.e. 18 ára og eldri, og er þetta því alveg magnaður árangur hjá þeim.

Þess má geta að Gísli Þráinn Þorsteinsson, uppalinn Grindvíkingur, átti frábæran dag og vann sinn flokk með frábærum tilburðum. Gísla hefur farið mikið fram undanfarið. Gísli er nýfluttur í höfuðborgina og keppti því fyrir Ármann í fyrsta sinn en við erum að sjálfsögðu gríðlega stolt af hans árangri.