Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Björn Lúkas stöðvaði andstæðing sinn í annarri lotu
  • Björn Lúkas stöðvaði andstæðing sinn í annarri lotu
Miðvikudagur 9. september 2015 kl. 06:00

Björn Lúkas stöðvaði andstæðing sinn í annarri lotu

– Gunnar Nelson sótti boxkvöld á Ljósanótt

Fyrstu hnefaleikabardagar landsins án höfuðbúnaðar fóru fram á boxkvöldi á Ljósanótt um nýliðna helgi. Þar fór fram einn merkasti íþróttaviðburður landsins á vegum Hnefaleikafélag Reykjaness. Það eru liðin tæp tvö ár síðan Alþjóðlega hnefaleikasambandið breytti reglum sínum hvað varðar höfuðbúnað í ólympískum hnefaleikum. Núna eru allir yfir 19 ára í karlaflokki án höfuðbúnaðar og fyrsta skipti sem þeim reglum hefur verið fylgt eftir á íslenskri grundu.



Keppnin hófst með sýningarbardaga hjá tveimur ungum strákum frá HFR, þeim Arnari Þorsteinssyni og Maciej Wróblewski. Fyrirmyndarstrákar með bjarta framtíð í hnefaleikum fyrir sér.

Næst voru stelpurnar Karen Ósk, frá hnefaleikafélagi Kópavogs, og Kara frá hnefaleikafélaginu ÆSIR. Eftir þrjár spennandi lotur fer sigur til Kópavogs. Vegna þess að það er kvennabox er þar keppt með höfuðhlífum.
 
Björn Lúkas kom í þriðja bardaganum og var það fyrsti bardagi landsins án höfuðbúnaðar. Hann sýnir hreint frábæra takta og nær að slá niður andstæðing sinn í annarri lotu. Eftir talningu stöðvar dómari bardagann og sigurinn fer til HFR á tæknilegu rothöggi.

Þetta er fyrsti bardagi Björns Lúkasar í hnefaleikum og var hann sínum heimamönnum heldur betur til sóma.

Því næst er bardagi milli HFK (Kópavogs) og HAK (Akraness). Tveir þungavigtarkappar, Kristján Kristjánsson og Guðmundur. Kristján, eða Krissi, sem gerði allt vitlaust í áhorfendasalnum fyrr á árinu þegar hann keppti á móti Bjarka Þór hér í Keflavík, bar sigur úr bítum enn á ný. Tómas Ólafsson (HFR) keppti næst á móti Magnúsi Inga (HR-Mjölnir) sem hefur farið þónokkra bardaga í amateur MMA. Tómas tekur fyrstu lotuna á bardaganum en Magnús Ingi er mjög hraustur íþróttamaður og nær að snúa bardaganum við áður en líður undir lok. Þetta var tvímælalaust með flottari viðureignum kvöldsins en sigur endaði hjá HR-Mjölnir. Magnús fékk í lok kvöldsins verðlaun fyrir bardagamann kvöldsins.

Lokabardagi kvöldsins var á milli Valgerðar (ÆSIR) og Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur (HR-Mjölnir). Valgerður er þaulreynd hnefaleikakona og hefur áður verið kjörin hnefaleikakona ársins. Sunna hefur einnig ríka keppnisreynslu og gaf ekkert eftir. Strangur bardagi fór fram en í lokin fór sigur til Valgerðar hjá ÆSIR, þvílíkar stríðskonur sem þessar tvær stelpur eru.


Að öllu leyti var þetta vel heppnaður viðburður á Ljósanótt og vel sóttur, en í áhorfendasal voru í kringum 250 manns. Þar á meðal voru MMA kapparnir Gunnar Nelson og Árni Ísaksson. Einnig var Kolbeinn Kristinsson, atvinnuboxari Íslands, á svæðinu að styðja sitt fólk. Eins og vanalega sá Skúli Steinn Vilbergsson um að kynna kvöldið, en sá maður er vel kunnur því að stíga í hringinn, segir í frétt frá Hnefaleikafélagi Reykjaness.







Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024