Björn Lúkas Norðurlandameistari 15-16 ára í júdó
Grindvíkingurinn Björn Lúkas Haraldsson varð Norðurlandameistari 15-16 ára í -81 kg flokki um helgina er keppt var í Laugardalshöllinni um helgina. Björn Lúkas lagði Aron Gylfa Svavarsson í úrslitum. Sannarlega glæsilegur árangur hjá Birni sem er mikið efni.
Sigurpáll Albertsson keppti einnig á mótinu en hann varð hársbreidd frá því að komast á verðlaunapall. Íslendingar sópuðu til sín verðlaunum á mótinu í öllum flokkum.