Björn Lúkas kominn í úrslit
-Vann alla sína bardaga í fyrstu lotu
Björn Lúkas Haraldsson er kominn í úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA sem fram fer í Barein eftir sigur í dag. Björn Lúkas hefur unnið alla sína bardaga í fyrstu lotu en fyrsta bardagann sinn vann hann með armlási, annan með rothöggi með sparki og þriðja og fjórða bardagann með armlási.
Björn Lúkas keppir til úrslita á laugardaginn en hægt er að fylgjast með honum í gegnum Bahrain TV appið.