Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Björn Lúkas kominn í 8 manna úrslit
Miðvikudagur 15. nóvember 2017 kl. 11:33

Björn Lúkas kominn í 8 manna úrslit

Björn Lúkas Haraldsson, MMA bardagakappi, er kominn í átta manna úrslit á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA. Nú þegar hefur Björn Lúkas unnið tvo bardaga á tveimur dögum.

Mótið fer fram í Barein en MMA samband Barein og Ólympíuráð landsins bauð Birni Lúkasi á mótið og hefur greitt allan kostnað fyrir þjálfara hans og Björn sjálfan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Björn Lúkas æfir með Mjölni en er fæddur og uppalinn Grindvíkingur og er hann eini Íslendingurinn á mótinu.

Í dag mætir Björn Lúkas Ný-Sjálendingnum Stacy Waikato í átta manna úrslitum. Hægt er að fylgjast með bardögum mótsins í gegnum smáforrit BahrainTV en bardögum frá mótinu er streymt í gegnum það.