Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Björn Kristjánsson til Njarðvíkur
Björn í baráttu við Odd bróður sinn í vetur.
Sunnudagur 15. maí 2016 kl. 17:30

Björn Kristjánsson til Njarðvíkur

Njarðvíkingar halda áfram að styrkja sig í körfuboltanum en þeir hafa nú samið við bakvörðinn Björn Kristjánsson sem kemur frá KR. Oddur Rúnar bróðir Björns leikur einnig með Njarðvíkingum en hann kom til liðsins frá ÍR á síðasta tímabili.

Njarðvíkingar greindu frá því í gær að þeir hefðu samið við besta mann Íslandsmótsins, Hauk Helga Pálsson, þannig að ljóst er að þeir ætla sér stóra hluti á næsta tímabili.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reyndar urðu þeir grænu fyrir blóðtöku á dögunum þegar Maciek Baginski samdi við Þór Þorlákshöfn, en Maciek var lykilmaður hjá Njarðvíkingum í vetur.

Tengdar fréttir: Haukur Helgi spilar í Njarðvík ef hann verður áfram á Íslandi