Björn Íslandsmeistari í hnefaleikum
Björn Björnsson frá Hnefaleikafélagi Reykjaness varð Íslandsmeistari í -75 kg flokki á Íslandsmótinu í hnefaleikum sem fram fór um síðastliðna helgi. Mótið var haldið í aðstöðu Hnefaleikafélags Reykjaness í gömlu sundlauginni.
Björn keppti, ásamt Magnúsi Marcin, fyrir hönd Hnefaleikafélags Reykjaness en Björn keppti í tveimur flokkum og bar sigur úr býtum í báðum viðureignum sínum. Þess má geta að Björn er einnig yfirþjálfari hjá Hnefaleikafélagi Reykjaness.Magnús hlaut silfrið í -81 kg flokki eftir mjög jafnan úrslitabardaga.
Margrét Guðrún Svavarsdóttir, Íslandsmeistari kvenna í 75 kg flokki og hnefaleikakona ársins 2017, gat því miður ekki keppt að þessu sinni.