Björn Bogi orðinn leikmaður Heerenveen
Hinn sautján ára Björn Bogi Guðnason hefur skrifað undir samning við hollenska úrvalsdeildarliðið Heerenveen. Keflavík og Heerenveen höfðu komist að samkomulagi um kaupverð fyrr í mánuðinum og var aðeins eitt formsatriðið eftir, Björn Bogi þyrfti að standast læknisskoðun hjá félaginu áður en hann skrifaði undir.
Björn Bogi fór út til reynslu í vor og lék einn æfingaleik þar sem hann skoraði fjögur mörk. Nú er hann orðinn leikmaður hjá unglingaliði félagsins en Björn hefur þegar sett sér há markmið um framhaldið.
Björn Bogi var í viðtali við Víkurfréttir fyrr í mánuðinum og þar fengum við að kynnast þessum bráðefnilega knattspyrnumanni og fyrirmynd, tengill á viðtalið er hér að neðan: