Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Björn Axel aftur í Njarðvík
Björn Axel Guðjónsson er genginn til liðs við Njarðvík að nýju
Þriðjudagur 14. júlí 2015 kl. 14:54

Björn Axel aftur í Njarðvík

Markahæsti leikmaður liðsins frá síðustu leiktíð snýr aftur

Njarðvíkingar fengu í dag góðan liðsstyrk þegar Björn Axel Guðjónsson gekk til til liðs við þá grænklæddu eftir að hafa leikið með uppeldisfélagi sínu, Gróttu, það sem af er sumri.

Björn Axel varð markahæstur Njarðvíkinga á síðasta leiktímabili en kemur aðeins til með að stoppa stutt í Njarðvík þar sem að hann hyggst fara vestur til Bandaríkjanna í nám í lok mánaðar og mun því að öllum líkindum aðeins leika þrjá leiki með liðinu. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikil markaþurrð hefur verið í Njarðvík síðustu vikurnar og vonast Njarðvíkingar eftir því að stutt stopp Björns hjálpi liðinu að finna marknetið.

Njarðvíkingar mæta Hetti á laugardaginn á Njarðtaksvellinum kl. 14.