Björk og Logi best hjá Njarðvíkingum
Þau Logi Gunnarsson og Björk Gunnarsdóttir voru valin bestu leikmenn Njarðvíkur í körfuboltanum á lokahófi deildarinnar sem fram fór á föstudaginn var. Efnilegust voru valin þau Erna Freydís Traustadóttir og Jón Arnór Sverrisson.
Verðlaunahafar í meistaraflokki kvenna:
Besti leikmaður: Björk Gunnarsdóttir
Verðmætasti leikmaður: Ína María Einarsdóttir
Besti varnarmaður: María Jónsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Erna Freydís Traustadóttir
Verðlaunahafar í meistaraflokki karla:
Besti leikmaður: Logi Gunnarsson
Verðmætasti leikmaður: Björn Kristjánsson
Besti varnarmaður: Snjólfur Marel Stefánsson
Efnilegasti leikmaður: Jón Arnór Sverrisson