BVT
BVT

Íþróttir

Björguðu stigi í blálokin
Sunnudagur 22. maí 2016 kl. 12:22

Björguðu stigi í blálokin

Keflvíkingar gerðu jafntefli fyrir austan

Keflvíkingar náðu á síðustu stundu að bjarga stigi fyrir austan þegar liðið lék gegn Fjarðarbyggð á útivelli í 1. deild karla í fótbolta í gær. Lokatölur urðu 2-2 en staðan var 2-0 fyrir heimamenn þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka.

Einar Orri Einarsson minnkaði muninn á 82. mínútu fyrir Keflvíkinga, en það var Guðmundur Magnússon sem jafnaði metin eftir hornspyrnu þegar tvær mínútur voru til leiksloka.

Keflvíkingar eru nú með fimm stig eftit þrjár umferðir og sitja í fjórða sæti.

Dubliner
Dubliner