Björg og Kristinn fengu gullmerki KKÍ
Keflavík, íþrótta- og ungmennafélag bauð í afmælisveislu í Íþróttahúsi Keflavíkur síðlastliðinn sunnudag. Nálægt eitt hundrað manns mættu í afmæliskaffi og fylgdust með sýningum frá Taekwondo- og fimleikadeild félagsins en mikill uppgangur hefur verið hjá þessum deildum undanfarin ár.
Körfuknattleikssamband Íslands heiðraði nokkra aðila sem starfað hafa mikið fyrir körfuboltann í Keflavík á mörgum undanförnum árum. Björg Hafsteinsdóttir fyrrverandi leikmaður með kvennaliði Keflavíkur og Kristinn Óskarsson, dómari til áratuga fengu gullmerki sambandsins. Þá fengu þeir Einar Hannesson, Einar Skaftason, Rúnar Georgsson og Sigurður Ingimundarson silfurmerki KKÍ.
Kjartan Már Kjartansson færði félaginu bestu afmælisóskir sem og framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands.
Silfurmerkjahafar, Einar, Sigurður, Rúnar og Einar ásamt Hannesi S. Jónssyni og Guðbjörgu Norðfjörð frá KKÍ.
Mynd: Gestir nutu góðrar afmælisköku frá Sigurjónsbakaríi.