Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Björg Ásta og Nína Ósk í U-21 liðinu
Miðvikudagur 13. júlí 2005 kl. 15:05

Björg Ásta og Nína Ósk í U-21 liðinu

Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari U-21 árs landsliðs kvenna í knattspyrnu, hefur valið 18 manna hóp til þátttöku á opna Norðurlandamótinu sem fram fer í Svíþjóð síðar í mánuðinum.

Stöllurnar Björg Ásta Þórðardóttir og Nína Ósk Kristinsdóttir, leikmenn hjá Keflavík, eru í 18 manna hópnum. Íslenska liðið er með Danmörku, Þýskalandi og Bandaríkjunum í riðli á mótinu.

Björg og Nína hafa báðar leikið fjölmarga leiki fyrir Íslands hönd. Björg Ásta hefur leikið 11 leiki með U-21 árs liðinu og 8 A-landsleiki. Nína Ósk hefur skorað tvö mörk í fjórum leikjum með U-21 árs liðinu en hún hefur leikið 6 leiki með A-landsliðinu og gert þar eitt mark.

VF-mynd/ www.keflavik.is



 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024