Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjóða bæjarbúum í pílu
Píla er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna.
Fimmtudagur 22. apríl 2021 kl. 11:20

Bjóða bæjarbúum í pílu

Í tilefni sumardagsins fyrsta þá mun Pílufélag Reykjanesbæjar opna dyrnar að frábærri aðstöðu félagsins á Ásbrú og er því öllum bæjarbúum á Suðurnesjum boðið í heimsókn í dag frá 14:00 til 17:00. Í kvöld mun svo fara fram létt pílumót sem sniðið er að nýliðum en öllum er frjálst að taka þátt, hvort sem þeir eru skráðir í félagið eða ekki. Nánari upplýsingar um dagskrá kvöldsins má finna hér aðeins neðar.

Það verður því sannkölluð fjölskyldustemmning hjá Pílufélagi Reykjanesbæjar í dag en gestum og gangandi verður boðið upp á léttar veitingar og öllum leyft að kasta pílum og kynna sér jafnframt starfsemi félagsins sem á sögu sína að rekja til ársins 1999. Aðstaða félagsins er að Keilisbraut 755 en fyrir þá sem eiga erfitt með að rata þá er húsið beint á móti veitingastaðnum Langbest. Sísí Ingólfsdóttir, formaður félagsins, segir í samtali við Víkurfréttir að píla sé fyrir allan aldur og því tilvalið að taka alla fjölskylduna með.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í kvöld mun svo fara fram skemmtilegt pílumót, ef næg þátttaka næst, og mun aðstaða Pílufélags Reykjanesbæjar opna klukkan 19:00 og þá aðeins fyrir átján ára og eldri. Þú þarft ekki að vera félagsmaður í Pílufélagi Reykjanesbæjar til að taka þátt, mótið er opið öllum og það kostar ekki krónu að taka þátt. Þeir sem ekki eiga pílur geta fengið þær lánaðar á meðan mótið fer fram. Þá mun félagið sýna frá beinni útsendingu úrvalsdeildarinnar í pílu sem fer fram í Bretlandi. Þar eigast við tíu bestu píluspilarar í heimi.

Húsið opið frá 14:00 til 17:00 fyrir alla fjölskylduna.
Í kvöld opnar húsið 19:00, fyrir átján ára og eldri.
Skemmtilegt nýliðamót sem er opið öllum, endurgjaldslaust.
Pílufélag Reykjanesbæjar er á Keilisbraut 755 eða beint á móti Langbest á Ásbrú.