BJB styrkja Þrótt frá Vogum
„Okkur fannst tilvalið að styrkja og hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni,“ segir Piero Segatta framkvæmdastjóri Pústþjónustu BJB, en þeir styrkja nú Þróttara úr Vogum.
„Þróttarar frá Vogum hafa verið að gera það gott í knattspyrnunni undanfarin ár. Það er mikið afrek að komast upp um tvær deildir á tveimur árum. Við þekkjum það vel frá Hafnarfirði hvaða þýðingu fyrir bæjarbúa og bæjarsálina er að eiga lið sem nær árangri í boltanum. Vogabúar hafa verið duglegir að versla við okkur í gegnum árin. Því langaði okkur hjá BJB að þakka fyrir tryggðina og hvetja Þróttara til frekari dáða í knattspyrnunni. Ekki skemmir fyrir að fjölmargir leikmenn frá Hafnarfirði spila með liðinu“