Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjarni verður ekki með Njarðvíkingum í sumar
Mánudagur 3. mars 2008 kl. 12:49

Bjarni verður ekki með Njarðvíkingum í sumar

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Sæmundsson verður ekki með Njarðvíkingum í 1. deild karla í sumar en hann meiddist illa í leik með Njarðvík gegn Fjarðabyggð í gærdag. Bjarni sem var að leika sinn 177 leik með meistaraflokki Njarðvikur í mótum tvíbrotnaði á ökkla ásamt því að skaða liðbönd. Bjarni fór í aðgerð í gærkvöldi þar sem sett var plata og skrúfur í ökklann en ekkert var búið að athuga með liðböndin.

 

Bjarni liggur á Borgarspítalanum og átti von á að heyra betur í læknum í dag. Bjarni fór upp í skallaeinvígi við leikmann Fjarðarbyggðar í gær og þegar hann kom niður féll leikmaðurinn ofan á hann með fyrrgreindum afleiðingum.

 

www.umfn.is

 

VF-Mynd/ [email protected] - Bjarni í leik með Njarðvík gegn Þrótti Reykjavík á Njarðvíkurvelli síðastliðið sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024