Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjarni sigraði Hvítur á leik II
Mánudagur 27. júlí 2015 kl. 23:21

Bjarni sigraði Hvítur á leik II

-Björn Lúkas valinn til að vera með í SUPER-FIGHT

Sleipnismenn áttu stórgott mót á laugardaginn.  Þá fór fram Hvítur á leik sem haldið var í kópavoginum í húsakynnum VBC.  Suðurnesjamenn stóðu sig mjög vel því margir voru í hverjum þyngdarflokk.  Fimm keppendur frá Sleipni tóku þátt  og unnu tveir  til verðlauna.  Það voru þeir Ægir Már Baldvinsson sem var annar í 66kg flokki og átti mjög góðar glímur og Bjarni Darri Sigfússon sigraði 77kg flokkinn nokkuð örugglega, tvær viðureingir á lásum og tvær á stigum.  Það má til gamans geta að bæði Bjarni og Ægir eru einungis 16 ára og hafa verið að vinna mót í flestum þeim bardaga greinum sem stundaðar eru á landinu.  Efnilegir menn þar á ferð.

Björn Lúkas valinn til að vera með í SUPER-FIGHT

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hápunktur Mótsins var þegar  Björn Lúkas Haraldsson var valinn til að taka þátt í svokölluðum Super-fight sem er þannig að tveir af bestu glímumönnum landsins eru fengnir til að glíma á móti hverjum öðrum og þykir það mikill heiður að vera valinn til að taka þátt í svona viðburði.

Hálandaleikar næstu helgi

Þá munu þa Catarina Chainho Costa, Halldór Matthías Ingvarsson, Bjarni Darri Sigfússon og Ægir Már Baldvinsson Fara með Íslenska Glímulandsliðinu til Skotlands til að keppa á leikunum í Bridge of Allan við minnismerki William Wallace  sem er betur þekktur sem Bravehart.  Á síðasta ári unnu Guðumundur Stefán og Bjarni Darri til verðlauna, Guðmundur var þriðji í Opnum flokki karla og Bjarni í opnum flokki unglinga og var að auki valinn glímumaður mótsins   Þannig að aukin pressa verður á liðið að þessu sinni.