Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Bjarni meiddur á nára
Þriðjudagur 23. maí 2006 kl. 12:18

Bjarni meiddur á nára

Miðjumaðurinn Bjarni Sæmundsson, sem leikur með Njarðvíkingum í 2. deild, tognaði á nára á undirbúningstímabilinu og hefur misst af fyrstu tveimur leikjum Njarðvíkurliðsins í deildinni.

Njarðvíkingar heimsækja Selfoss á föstudag og er óvíst hvort Bjarni verði tilbúinn í þann leik. „Ég tognaði á nára í leik gegn Valsmönnum og efa það að ég nái inn í liðið fyrir föstudaginn,“ sagði Bjarni í samtali við Víkurfréttir. Njarðvíkingar leika svo aftur gegn Selfyssingum þann 31. maí og þá í VISA bikarnum.

„Ég gæti náð bikarleiknum en ég er í sjúkraþjálfun núna,“ sagði Bjarni en það verður við ramman reip að draga gegn Selfyssingum. „Liðin í deildinni hafa verið að styrkja sig talsvert enda er að miklu að keppa þar sem þrjú efstu sætin skila liðum upp í 1. deild,“ sagði Bjarni, fyrir þetta leiktímabil var ákveðið að fjölga liðum úr 10 í 12 leiktíðina 2007. 

Bjarni er mikill baráttujaxl og styrkir Njarðvíkurliðið til muna þegar hann er kominn í treyjuna og því er næsta víst að Helgi Bogason, þjálfari liðsins, telji niður sekúndurnar í Bjarna.

Mynd: Bjarni t.v. á myndinni en með honum er Gestur Gylfason sem gekk til liðsins fyrir þessa leiktíð.

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024