Bjarni með sigur í Skotlandi
- Sigraði eftir bráðabana
Bjarni Darri Sigfússon og Ægir Már Baldvinsson kepptu báðir í MMA í Skotlandi um helgina. Bardagarnir fóru fram á Inferno 9 bardagakvöldinu í Forfar í Skotlandi.
Ægir Már mætti Aaron Towns og var þetta hans fyrsti bardagi í bantamvigt en andstæðingur hans var að keppa í annað sinn. Bardaginn var stöðvaður í annari lotu eftir að Towns kýldi Ægi niður.
Darri keppti í uppgjafarglímu við Chris Cownie. Bráðabana þurfti til að knýja út sigurvegara kvöldsins en glíman var stöðvuð eftir 45 sekúndur þar sem að dómarinn taldi að Bjarni hefði verið svæfður en svo reyndist ekki vera. Bjarni var að lokum úrskurðaður sigurvegari þar sem hann var fyrri til að klára bráðabana. Þess má einnig geta að Cownie er tíu árum eldri en Bjarni en Bjarni er átján ára gamall.